ICELAND
Calcrystal
Yfirlakk með öflugri UV vörn sem hægt er að nota yfir lakk, gel eða á eigin neglur. Það eykur endingu gelsins og viðheldur glansinum.
Ráðleggingar um notkun: Notið alltaf í lok naglaásetninga með glæru eða lítið lituðu geli. Regluleg notkun Calcrystal eykur endingu gelnaglanna svo um munar og ætti hver viðskiptavinur að nota lakkið á 2-5 daga fresti heima.
High gloss top coat
Háglansandi yfirlakk sem notað er á litað gel og lakk til að verja og viðhalda glansi.
Ráðleggingar um notkun: Notið alltaf í lok naglaásetninga með lituðu geli. Heimanotkun er mikilvæg til að halda gelinu fallegu í lengri tíma.
Base coat ridge filler
Undirlakk sem fyllir upp í línur og skorur í nöglunum, eykur viðloðun naglalakks og bætir áferð þess.
Ráðleggingar um notkun: Notið á náttúrulegar neglur og látið þorna í 1-2 mínútur áður en lakk er borið á.
Naglabandaeyðir
Mildur naglabandaeyðir sem losar upp naglabandahimnu og mýkir naglabönd, sem auðveldar klippun.
Ráðleggingar um notkun: Borið á naglabönd eftir að hendur hafa verið mýktar í volgu vatni, látið bíða í 1 mínútu og himna skafin varlega af með naglabandapinna. Ef naglabandaeyðir er notaður fyrir naglaásetningu er mikilvægt að þvo hendurnar með sápu og fituhreinsa neglurnar vel.
Naglaherðir
Naglaherðir sem styrkir neglurnar án þess að gera þær stökkar.
Ráðleggingar um notkun: Gott er að taka tveggja vikna kúr eftir að gel er fjarlægt af nöglum, eða fyrir neglur sem eru veikbyggðar.
Naglalökk
Falleg og endingargóð naglalökk í fjölmörgum fallegum litum.
Ráðleggingar um notkun: Notið bæði undir- og yfirlakk til að áferðin verði fagmannleg og endingin verði sem best.
Caldry
Fáanlegt í 50 ml og 125 ml flöskum
Úði sem flýtir fyrir þornun naglalakks og kemur í veg fyrir að það klístrist við snertingu. Spreypumpa seld sér.
Ráðleggingar um notkun: Úðið yfir síðustu lakkumferðina innan 60 sekúndna frá því hún er borin á.