ICELAND
Handáburður
Þykkur og nærandi handáburður sem gengur hratt inn í húðina. Hentar bæði fyrir fituþurra og rakaþurra húð. Inniheldur m.a. aloe vera, E, A og B vítamín, allantoin, retinol, og St. Johns worth olíu. Pumpa seld sér.
Ráðleggingar um notkun: Notið í handanuddi, eða berið á eftir handameðferðir og naglaásetningar.
Naglabandakrem
Nærandi krem fyrir naglaböndin. Inniheldur m.a. ginko biloba, greipþykkni, grænt te og allantoin. Pumpa seld sér.
Ráðleggingar um notkun: Gott að bera á naglabönd eftir handameðferðir og naglaásetningar. Ef neglurnar eru mjúkar og þunnar er krem betri kostur en olía þar sem hún mýkir neglurnar meira. Mjög hentugt fyrir viðskiptavininn að eiga í handtöskunni og bera á sig hvenær sem þörf krefur.
Naglabandaolía
Einstök olíublanda með sérlega nærandi og mýkjandi eiginleika. Inniheldur möndluolíu, jojobaolíu, ginko biloba, A- og E-vítamín og tea tree olíu.
Ráðleggingar um notkun: Berið þessa olíu alltaf á eftir naglaásetningar, hún er sérhönnuð til að vinna með gelinu, viðheldur mýkt þess og sveigjanleika. Heimameðferð eykur endingartíma naglanna og heldur naglaböndunum fallegum.
Kornakrem fyrir hendur og líkama
Þykkt og ilmandi kornakrem sem hentar vel við handsnyrtingar og líkamsmeðferðir, t.d. fyrir brúnkumeðferð. Apríkósukjarnar fjarlægja dauðar húðfrumur án ertingar á skilvirkan hátt.
Ráðleggingar um notkun: Berið kremið á og hafið volgt vatn við höndina til að drýgja það og auðvelda notkun. Nuddið í 2-3 mínútur og skolið af. Þurrkið húðina og berið nærandi krem á hana.