Af hverju Calgel?
Calgel naglavörur eru frábær kostur fyrir alla sem láta sér annt um heilbrigði og
fegurð handa og nagla.
Þetta er breið lína með öllu því sem neglur, hendur og fætur þarfnast. Í boði eru
sérstakar meðferðir á snyrtistofum og einnig vörur til daglegrar heimanotkunar. Lögð
er áhersla á að neglur og húð séu meðhöndluð af gætni, kunnáttu og fagmennsku. Viðskiptavinir
geta treyst því að allir fagmenn með skírteini frá Calgel eru vel þjálfaðir og hæfir
til þessa meðferða.
Helstu kostir Calgel eru:
- Náttúrulegu neglurnar verða ekki fyrir skaða og eru aldrei þynntar.
- Vörurnar innihalda engin sterk, skaðleg efni.
- Gelneglurnar eru þunnar og eðlilegar útlits.
- Auðvelt er að leysa gelin af nöglunum með acetoni.
- Gelin eru mjúk og sveigjanleg svo þau brotna síður en ella.
- Ekkert er límt beint á náttúrulegu neglurnar og því ekki hætta á óþægindum eða þrýstingi
eftir ásetningu.
- Fjölmargir litir í boði og nokkrar litaútgáfur af french manicure.
- Hægt er að fá naglalökk í sömu litum og gelin, þannig má á einfaldan hátt viðhalda
lituðum gelnöglum þegar þær vaxa fram.
- Gelásetning er hreinleg, fljótleg og einföld.
- Gelið veldur ekki sveppasýkingu í nöglum.
- Náttúrulegu neglurnar ná að vaxa fram óáreittar undir gelinu.
- Calgel vörulínan inniheldur allt sem þarf fyrir neglur, hendur og fætur.
- Vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.