ICELAND
Calaway
Fáanlegt í 125 ml, 250 ml, 1 l og 5 l brúsum
Lausn til að leysa upp gel. Hefur engin skaðleg efni á húð eða neglur, er fljótlegt og öruggt í notkun.
Calguard
Fáanlegt í 125 ml, 250 ml, 1 l og 5 l brúsum
Sótt- og fituhreinsandi lausn. M.a. notað við undirbúning fyrir naglaásetningu, til að sótthreinsa áhöld og vinnuumhverfi, til að þurrka gel af dósum og notað við naglaásetningu þegar við á. Notað með nail wipes til að nýting verði sem best.
Ráðleggingar um notkun: Leggðu stáláhöld í bleyti í Calguard eða úðaðu yfir þau á milli viðskiptavina, notaðu það til að þurrka gel af dósum og innan úr loki svo hægt sé að loka þeim vandlega, spreyjaðu yfir vinnuborð fyrir og eftir notkun, spreyjaðu á neglurnar við toppaásetningu til að átta þig á hvort toppar eru nægilega jafnaðir við gelið og notaðu það til að þurrka innan úr lömpum milli viðskiptavina. Einnig frábært til fituhreinsunar á náttúrulegum nöglum fyrir naglalökkun.
Calcleanse
Fáanlegt í 125 ml, 250 ml, 1 l og 5 l brúsum
Lakkleysir án acetones, sérstaklega þróuð til notkunar með Calgel nöglum. Fjarlægir lakk af geli og náttúrulegum nöglum á skjótan og öruggan hátt, skaðar ekki neglur eða naglabönd. Inniheldur nærandi olíur.
Ráðleggingar um notkun: Heppilegast er að nota wonderwipes með Calcleanse til að nýta efnið sem best. Vætið wonderwipe í vökvanum, leggið á nöglina og haldið í nokkrar sekúndur. Strjúkið svo af. Gott er að byrja á litla fingri og vinna í átt að þumalfingri til að spara efni og bómull.
Calsteri
Fáanlegt í 250 ml flöskum
Létt og fljótandi sótthreinsigel fyrir húð. Þornar fljótt og klístrast ekki. Pumpa seld sér.
Ráðleggingar um notkun: Setjið eina pumpu í lófann og nuddið á allar hendurnar. Gott til að nota á hendur viðskiptavinar og fagmanns fyrir meðferð.