CALGEL

ICELAND

©Calgel Ísland 2011     Bæjarhraun 6, 220 Hafnarfirði       Sími: 552-1200            Netfang: gudrun@galleriutlit.is
Forsíða

UV lampi

36W UV lampi til að herða gelin í. 4 perur og speglar í botni og hliðum tryggja jafna geisladreifingu. Tímastillir fyrir 30, 90, 180 og 240 sekúndur og vifta til að þurrka naglalakk. Hægt er að draga botninn úr til að auðvelda peruskipti og þrif.

Ráðleggingar um notkun: Munið að skipta reglulega um perur til að tryggja hámarks endingu naglanna.
 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áhaldastandur

Mjög hentugur standur úr plasti þar sem hægt er að geyma öll áhöld á aðgengilegan hátt. Standinn er auðvelt að hreinsa og hann flýtir fyrir frágangi og þrifum.

Ráðleggingar um notkun: Tilvalið er að festa litaspjald aftan á standinn svo viðskiptavinir geti skoðað úrvalið á meðan neglurnar eru undirbúnar fyrir ásetningu.

 

 

 

 

 

 

 

Pumpur

Krem- og spreypumpur sem passa á 125, 250 og 1000 ml brúsa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Calsteri

Fáanlegt í 250 ml flöskum

Létt og fljótandi sótthreinsigel fyrir húð. Þornar fljótt og klístrast ekki. Pumpa seld sér.

Ráðleggingar um notkun: Setjið eina pumpu í lófann og nuddið á allar hendurnar. Gott til að nota á hendur viðskiptavinar og fagmanns fyrir meðferð.

 

 

 

 

 

Rykbursti

Bursti með stífum hárum sem notaður er til að bursta ryk af nöglum og höndum eftir þjölun. Kemur í veg fyrir að rykagnir festist í gelinu.

 

 

Toppaklippur

Einfaldar og góðar toppaklippur sem klippa bæði plasttoppa og gel. Henta vel til að klippa gel eftir lengingu með móti, og einnig til að stytta neglur við lagfæringu.

 

 

 

Rubystone

Áhald úr fíngerðum stein sem fjarlægir naglabandahimnu á fljótlegan hátt, og án þess að þynna nöglina sjálfa.

Ráðleggingar um notkun: Haldið á steininum eins og penna og nuddið honum létt í hringi við naglaböndin áður en nöglin er möttuð með bláu svampþjölinni.

 

Forsíða